Sú fyrrverandi mætti í gær með fulla tösku af mat. Er ekki leiðin að hjarta mannsins í gegnum mat? Ég nýt a.m.k. góðs af því og fékk þennan fína pastarétt í kvöldmat. Þvílíkur lúxus að þurfa ekki einu sinni að vaska upp. Það virtust vera fagnaðarfundir með þeim skötuhjúum og þau kúrðu saman allt kvöldið. Einhverjar tilfinningasveiflur gerðu þó vart við sig en sem betur fer virðist hún frekar ætla að fara grátleiðina frekar en að grípa til eldhúshnífanna a.m.k. enn sem komið er. Í dag ætla þau að skoða söfn og túristast í Reykjavík svo sjáum við til hvort ég fæ ekki eitthvað gott að borða í kvöld :-) Kolbrún systir kom í gærkvöldi og verður um helgina svo það er fullt hús hjá mér þessa helgi. Alveg ægilega gaman!
18 janúar 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Nú færist spenna í leikinn. Skyldi sú þýska taka sér far til Reykjavíkur? Eða fer sú fyrrverandi til Akureyrar og tekur þá þýsku til bæna fyrir mannrán?
Það skýrist í þe next episod of sop. hehe
kv. Rannveig Árna
Skrifa ummæli