03 janúar 2008

Kominn í leitirnar!!!

Ég var vakin klukkan hálfníu í morgun með þeirri gleðifrétt að Dirty Harry væri fundinn heill á húfi. Ég var eitthvað að hafa áhyggjur af hvernig ég ætti að aftengja þjófavörnina því ég er auðvitað bara með varalykilinn sem setur allt í gang þegar ég opna. Þetta elskulega lögreglupar bauðst þá til að bíða eftir mér og aðstoða mig við að kippa henni úr sambandi. Þegar til kom þurfti þess þó ekki því bíllinn var ólæstur og þjófavörnin ekki í gangi. Ég spurði hvar hann væri og þegar svarið var rétt hjá þeim stað þar sem honum var stolið þá var það fyrsta sem mér flaug í hug að Valur hefði gleymt því hvar þeir höfðu lagt honum. Hann er nefnilega ansi gleyminn drengurinn og utan við sig stundum. Það reyndist þó ekki vera heldur var bíllinn á bílastæði stutt frá Orkuhúsinu og ég varð ansi ánægð að sjá bensínmælinn hærra uppi en hann hafði verið.

Nú er ég byrjuð að telja niður fyrir Danmerkurferð og keypti mér flugfar með Sterling frá Kastrup til Álaborgar í dag á 230 DKK sem er nú bara ódýrara en að taka lestina. Ég þarf að vísu að eyða hluta úr deginum í Köben því ódýrasta farið var ekki fyrr en um sexleytið. Það er hið besta mál finnst mér, geymi bara töskuna á flugvellinum og skrepp í bæinn. Eins gott það verði ekki rok og rigning eins og er hér upp á hvern dag.

Engin ummæli: