06 janúar 2008

Á leiðinni til Danmerkur

Ég er búin að komast að því að hinn bjargarlausi ítalski karlmaður er mýta!! Sófagesturinn minn hann Roberto stjanar alveg við okkur Franzisku. Heldur á pokunum fyrir okkur úr búðinni, vaskar stöðugt upp og eldaði alveg hreint dásamlegt pasta handa okkur í kvöld. Við erum búin að vera geysilega aktív í dag, fórum í langan göngutúr um bæinn að skoða helstu staði eins og Háskólann, Bónus og Kolaportið. Síðan bakaði ég unaðslega súkkulaðiköku með rjóma. Því næst fórum við á brennu í Hafnarfirði og svo eldaði Roberto handa okkur. Ég ligg nánast afvelta af ofáti núna. I think I will keep him!!
Í nótt legg ég af stað til Danmerkur og skil kisurnar mínar eftir í umsjá Roberto næstu viku. Ég verð þvílíkt fegin að losna við allar þessar sprengingar sem eru að gera mig brjálaða. Þá á ég við flugelda. Það er búið að vera non stop sprengingar í allt kvöld og í gærkvöldi var sama sagan. Það mætti halda að einhverjir nágrannar mínir hafi komist yfir heilan gám af þessum ófögnuði.
Ég er búin að pakka og panta leigubílinn og nú bíð ég bara eftir að tíminn líði. Danmark her kommer jeg!!

Engin ummæli: