29 janúar 2008

Komin í gírinn á ný

Aldeilis er ég ánægð með að vera komin aftur í gírinn. Framkvæmdakvíðinn að baki og nú er að setja allt á fullt. Ég var að byrja með nýtt námskeið í morgun þannig að nú kenni ég þrjá morgna í viku, klukkutíma í senn og þrjú síðdegi, einn og hálfan tíma í senn. Alveg ægilega gaman hjá mér. Ég á von á fullu húsi af sófagestum um næstu helgi. Skötuhjúin að norðan ætla að skreppa í bæinn í nokkra daga (sú þýska og sá ítalski) og svo kemur miðaldra  þýskur pönkrokkari og verður í viku hjá mér. Við erum að spá í að skella okkur öll í Bláa lónið á laugardaginn. Spurning hvort það verði nokkuð á skautum þar sem spáð er hörkugaddi um helgina.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jahá, ætlar sá ítalski með þá þýsku í Bláa lóni? Þetta er orðið svolítið spennó.
Þú lifir aldeilis fjölþjóðlegu lífi á þínu heimili :)
kv.
Rannveig Árna

Netfrænkan sagði...

Já Rannveig mín. Ég lifi og hrærist í fjölþjóðlegu samneyti þessa dagana. Ég er að kenna fólki núna frá Eritríu, Póllandi, Portúgal, Bandaríkjunum, Þýskalandi, Grikklandi og Filipseyjum.