27 janúar 2008

Framkvæmdakvíði

Ætli það séu stress einkenni að hella kattamat út í súrmjólkina sína? Ég er allavega búin að vera frekar stressuð síðustu daga og var hreinlega í kvíðakasti í gærmorgun. Náði mér þó á strik og tók langa djúpslökun sem gerði það að verkum að ég settist við skriftir og náði smá fókus. Held mér sé að takast að komast út úr þessum framkvæmdakvíða. Ætla að búa til dagsplan fyrir mig á eftir til að veita mér aðhald. Ég afþýddi og þreif ísskápinn á meðan ég var að telja í mig kjark að byrja að skrifa, eitthvað gott kom þó út úr blessuðum framkvæmdakvíðanum. 

Engin ummæli: