11 júlí 2009

Danskir dagar
Hersingin á Sægreifanum.
Freya úðaði í sig harðfisknum sem Danirnir voru ekkert sérlega spenntir fyrir. Henni þótti Hrefnukjötið líka gott :)


Það hafa svo sannarlega verið danskir dagar hér í Einholtinu síðustu vikuna. Sebastian og Miriam, danskir sófagestir, komu á sunnudagskvöld. Jakob mágur Sigurbjargar og Rasmus komu á mánudag. Á þriðjudagsmorgun fóru Sebastian og Miriam en þá komu Jósef og Ása tengdaforeldrar Sigurbjargar. Á miðvikudag komu Sigurbjörg, David og Freya og Carsten vinur þeirra með 10 ára dóttur sína Lærke þannig að þá nótt gistu 8 manns hjá mér og gekk bara vel. Svo heppilega vill til að Valur er úti á sjó svo ég tók herbergið hans traustataki og sendi Jakob, Rasmus og David þangað. Þeir höfðu það afskaplega notalegt í kjallaranum með tölvu, tónlist og sjónvarp og gátu fengið sér öl í friði hahahaha. Öll hersingin fór út að borða á miðvikudagskvöldið á Sægreifann sem sló heldur betur í gegn. Hvalkjötið þótti algjört lostæti og humarsúpan ekki síðri. Í dag fækkar í hópnum því foreldrar Davids og Jakob og Rasmus leggja af stað austur á bóginn. Ég ætla að keyra austur á morgun og tek Beth og Travis með. Svo hittumst við öll á Egilsstöðum í afmælismat hjá Kristínu systur á mánudagskvöldið. Þetta er búið að vera alveg rosalega gaman að hafa þau öll hérna og verið ótrúlega lítið mál þrátt fyrir lítið pláss.