30 nóvember 2007

Bingó og kýr

Skellti mér á bingó hjá Félagi erlendra kvenna í Alþjóðahúsinu í gærkvöldi. Ég sat á réttum stað í salnum og vann auðvitað!! 3000 kr. inneign á bensínkort frá N1 he he he. Allir vinningarnir komu til þeirra sem sátu mín megin í salnum. Ég er líka komin með barmmerki sem á stendur hvernig á að fallbeygja KÝR. Ég var náttúrlega ekki með það á hreinu frekar en flestir Íslendingar en er búin að komast að því svo ég verði mér nú ekki til skammar ef ég er spurð. Ekki gott afspurnar fyrir íslenskukennara að vita þetta ekki he he he. Það er sem sagt ekki: hér er kýr um kú frá kusu til belju heldur hér er kýr um kýr frá kú til kúar. 

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Var einmitt að bögglast með þetta í gær, gott að hafa það á hreinu.
kmb

Nafnlaus sagði...

Þetta er ein af ástæðunum fyrir að ég hef heimiliskött en ekki kusu, það er betra að beygja kötinn :).
kveðja, Rannveig

Nafnlaus sagði...

vantaði eitt té þarna, köttur sko.

Nafnlaus sagði...

Jesús og þetta vissi ég og ég er hálfur dani.