15 nóvember 2007

Ég varð orðlaus í dag

Ég var að útskrifa einn hópinn í íslenskukennslunni í dag og er eiginlega bara enn hálfklökk þau voru svo yndisleg. Haldiði að þau hafi ekki verið búin að slá saman í stóran og fallegan blómvönd handa mér og svo var ég kysst og knúsuð í bak og fyrir. Síðan voru teknar endalaust myndir af mér með þeim til skiptis. Ég vissi nú bara ekki hvernig ég átti að vera þetta var svo yndislegt. Ég er búin að eiga frábæran tíma með þeim í kennslunni síðasta einn og hálfan mánuð en átti svo sannarlega ekki von á svona góðri kveðjustund. Brosið er enn fast á milli eyrnanna á mér ég er svo glöð í hjartanu :-D

Engin ummæli: