04 desember 2007

Gaman gaman!!

Ég er aldeilis að njóta lífsins þessa dagana með sófagestunum mínum. Karine hin franska er algjör himnasending og við erum búnar að hafa það frábært saman. Fórum út á Gróttu á sunnudaginn að leika okkur í vindinum og sandinum og í gær tók ég mér frí vegna veðurs til að fara með henni upp að Tröllafossi í Mosfellsdal. Skelltum okkur svo í sund og heitu pottana þegar ég var búin að kenna. Í fyrramálið ætlum við að fara í Bláa Lónið saman og Sarah frá Alaska sem kom í morgun ætlar að slást í för með okkur. Mér veitti ekki af að taka mér smáfrí því í næstu viku byrjar mikill vinnutörn hjá mér fram til 21. desember. Karine fer til Akureyrar á fimmtudagsmorguninn og ég á sko eftir að sakna hennar við skemmtum okkur svo vel saman. Tökum morgunleikfimi fyrir letingja á morgnana og eldum saman kvöldmat. Í gærkvöldi var hún með sýningu fyrir mig á listaverkunum sínum sem hún er að fara að sýna á Akureyri. Hún kom með ææææðislega góða osta handa mér og ég á heimboð hjá henni í París. Sarah kom í morgun og stoppar fram á fimmtudagsmorgun, hún er að flakka um heiminn og fer næst til Þýskalands. Allgjör snilld þessi sófaskipti.  

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mikið er þetta skemmtileg aðventa hjá þér. Ég er alltaf að horfa eftir Tröllafossi þegar ég flýg yfir Mosfellsdalinn en ég er ekki viss um hvar hann er. Ég kom nefnilega stundum að honum þegar ég var skátastúlka í Kópavogi upp úr miðri síðustu öld :)
kveðja
Rannveig Árna

Netfrænkan sagði...

Ja ég var nú ekki viss heldur enda langt síðan ég fór þangað. Mér tókst samt á endanum að finna hann eftir langt labb og mikla hvatningu frá Karine. Bölvaði í hljóði yfir að hafa ekki valið Helgufoss frekar því ég er alveg með það á hreinu hvar hann er.