Það er að verða komin vika frá því ég kom hingað til Helsinki og ég er orðin nokkuð heimavön bara í borginni. Ekki byrjaði ferðin samt vel því fyrstu nóttina fékk ég ælupest og ældi eins og múkki alla nóttina. Síðan missti ég meðvitund og svaf í eina 30 tíma þannig að helgin fór að mestu leyti í súginn eins og það var nú gott veður 20 stiga hiti og sól. Reyndar get ég ekki kvartað yfir veðrinu í vikunni það er búið að vera ágætis reykvískt sumarveður. Spáin um helgina er svo bongóblíða og ég er að spá í fara og skoða Suomilinnen/Sveaborg og eyða sunnudeginum þar.
Ég er búin að læra nokkur orð í finnsku og get orðið boðið góðan dag og sagt afsakið. Annars er búið að vera mjög áhugavert að fylgjast með kennslunni hérna og í næstu viku ætla ég að fókusa sem mest á kennslu fyrir ólæsa. Ég verð duglegri að blogga á næstunni því nú er ég komin í gott netsamband með mína tölvu. Læt þetta duga í bili því við Minna erum að fara í bæinn að dingla okkur. Moj moj!
Ég er búin að læra nokkur orð í finnsku og get orðið boðið góðan dag og sagt afsakið. Annars er búið að vera mjög áhugavert að fylgjast með kennslunni hérna og í næstu viku ætla ég að fókusa sem mest á kennslu fyrir ólæsa. Ég verð duglegri að blogga á næstunni því nú er ég komin í gott netsamband með mína tölvu. Læt þetta duga í bili því við Minna erum að fara í bæinn að dingla okkur. Moj moj!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli