10 maí 2008

Skómanía

Við Minna eyddum deginum í skóleit enda er ég búin að bíða eftir því að komast til Helsinki að kaupa mér nýja skó. Ég keypti bestu skó í heimi þegar ég var hér síðast fyrir þremur árum og hugsaði mér gott til glóðarinnar að bæta öðru pari við. Mér til mikillar gleði er heilmikið úrval hér af skóm frá El Naturalista (uppáhaldsmerkið mitt), Fly og Art. Í dag keypti ég tvö pör og ætla að kaupa eitt í viðbót eftir helgi. Verst að evran virðist hækka dag frá degi. Það var svo heitt í dag (yfir 20 stig) að við gáfumst upp á búðarrápinu og skjögruðum heim með lafandi tungu. Ætlum að liggja í leti og horfa á DVD í kvöld. Í fyrramálið er stefnan tekin út í sveit í heimsókn til fjölskyldunnar hennar Minnu. 

Engin ummæli: