21 maí 2008

Woofað í Vallanesi

Ég hýsti þrjú systkini frá Bandaríkjunum í þrjár nætur. Þau voru búin að dvelja hjá Eymundi í Vallanesi í tvær vikur við svokallað woofing. Ég er einmitt nýlega búin að komast að því hvað það er. Þá dvelur fólk um lengri eða skemmri tíma á lífrænu býli sem sjálfboðaliðar við bústörfin og fær fæði og húsnæði í staðinn. Það var einmitt einhver Frakki að spyrjast fyrir á CS um býli til að woofa á, ég ætti kannski að benda honum á Eymund.
Ég sé að það er spáð 23 stiga hita fyrir austan um næstu helgi. Vonandi heldur spáin og bara svo þið vitið það þá er ég ekkert öfundsjúk enda styttist í Ítalíuferðina þar sem ég fæ örugglega nóga sól.
Ryksugan mín dó áðan!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er svo leiðinlegt þegar heimilstækin taka upp á því að gefa upp öndina.
Skelltu þér bara austur í sólina og kíktu í Skógarkotið :)
kveðja
Rannveig Árna