19 apríl 2008

Mínar 15 mínútur af frægð

Ég er bara orðin "heimsfræg" í Bandaríkjunum, nánar tiltekið í Keene í New Hampshire. Það er greinilegt að ég verð að láta sjá mig á næstu Graskerjahátíð í Keene, ja það stendur a.m.k. í greininni að ég ætli að mæta ha ha ha. Matt sagði líka að nú kæmist ég ekki hjá því fyrst það væri komið á prent. Það er allavega ekki spurning að ég á eftir að skreppa í heimsókn til Alaska einn daginn enda búin að fá tvo sófagesti þaðan. Reyndar lítur í viðtalinu út eins og ég hafi verið á þönum í kringum þau sem var svo sannarlega ekki. Eitthvað hefur líka skolast til hjá blaðamanni því ég kannast ekki við að hafa kynnt þau fyrir einhverjum hljómsveitarmeðlimum. Ég skrapp með þeim á tónleika á Organ af því mig langaði að sjá og hlusta á Eivöru og Matt hitti hana svo á hátiðinni Aldrei fór ég suður og spjallaði eitthvað við hana. Hann var mjög uppnuminn yfir því hversu alþýðlegar íslenskar/færeyskar poppstjörnur eru. En það var allavega mjög gaman að hafa þau og við höldum sambandi á Facebook.

P.S: Linkurinn virkar víst ekki lengur nema fyrir þá sem eru áskrifendur :-(
þannig að mínar 15 mínútur eru greinilega liðnar ha ha ha ha

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú getur keypt stakar greinar á 1,95 dollar.
kmb