09 maí 2008

Minä olen Gulla

Enn einn góður og sólríkur dagur hér í Helsinki. Ég var mætt í Tikkurila klukkan níu að fylgjast með kennslu til klukkan hálfþrjú og  fékk fullt af áhugaverðum punktum sem ég get nýtt mér í minni kennslu. Núna er ég komin í helgarfrí og ætla að skreppa í bæinn á eftir og fá mér að borða. Minna og Juhani eru að fara á upplestur á leikriti eftir vinkonu þeirra en ég sé engan tilgang í því að fara með og skilja ekki bofs. Ég bætti samt heilmikið við orðaforðann minn í dag. Reyndar er já á finnsku kyllä sem er borið fram eins og Gulla þannig að mér finnst ég alltaf vera að heyra einhvern segja nafnið mitt.
Í gærkvöldi fórum við á nýjan nepalskan veitingastað og fórum svo í langan göngutúr meðfram ströndinni í yndislegu veðri ásamt Jussi vini þeirra. Þetta gæti ekki verið betra.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Á að vera lengi í Finnlandi? Kannski að maður eigi eftir að heimsækja Finnland einn daginn.
hafðu það gott hjá frændum vorum Finnum.
kv.
Rannveig Árna