17 ágúst 2007

Tengslamyndun

Jiiiiii hvað það er búið að vera gaman síðustu tvo daga. Fyrsta mannfræðiráðstefnan mín og ég stýrði tveimur málstofum sem gekk aldeilis prýðilega. Ég var nú alveg búin á því eftir fyrri daginn og var dauðhrædd um að slá niður. Fór því beint heim og í rúmið og sem betur fer slapp það til. Ráðstefnunni lauk svo í kvöld með kokkteilboði en ég þurfti að skreppa heim í millitíðinni að hvíla mig til að hafa það af. Það er nefnilega algjört möst að mæta í svoleiðis því þar er góður vettvangur til að koma á tengslum við annað fólk í mannfræðinni sem geta nýst á margan hátt. Ég var því dugleg að spjalla við fólk og er komin með fullt af nýjum tengslum sem verður spennandi að sjá hvert leiða mig. Það var líka alveg ótrúlega gaman að tala við fólk sem maður hefur ýmist heyrt um eða verið að lesa greinar eftir í náminu því þarna komu íslenskir mannfræðingar alls staðar að. Ýmist fólk í doktorsnámi erlendis eða með stöður við erlenda háskóla.
Ég sem hef aldrei verið sérlega góð í að mingla var bara eins og ég hefði aldrei gert annað. Er svoleiðis í skýjunum eftir ráðstefnuna og full af starfsorku. Nú hlakka ég bara til að demba mér út í að byrja að skrifa og ná hausnum upp úr bókunum. Þetta var bæði mikið pepp fyrir mig og eins náði ég að staðsetja mig svolítið út fyrir verkefnið og fá þá yfirsýn sem ég þarf til að halda áfram. Lífið er bara frábært :-)

4 ummæli:

AnnaKatrin sagði...

en gaman að heyra hversu vel þú upplifðir ráðstefnuna. Mér fannst þú standa þig vel sem málstofustýra. Vona að þú hafir það gott og pestin nái ekki að næla sér í þig.
ak

Nafnlaus sagði...

Þú ert svo dugleg:) ég er svo stolt af þér.

Knús

Netfrænkan sagði...

Takk kæru konur :-)

Nafnlaus sagði...

Vá ég varð bara rosa glaður við að lesa þetta.