02 ágúst 2007

Ranimosk

er búðin þeirra Maríu frænku og Braga. Þau voru að opna hana aftur í gær eftir fæðingarorlof á þessum fína stað á Laugavegi 20. Ég fór á opnunina í gær og hvet alla sem eiga leið um Laugaveginn að líta þar við. Þarna má fá alls konar skrýtna og skemmtilega hluti allt frá póstkortum úr svampi eða tré, jesúplástrum, skartgripum, áprentaða boli, stílabækur og margt fleira. Þau eru bæði með vörur sem þau gera sjálf eins og stílabækurnar sem þau prenta kápurnar á, póstkort í gömlum stíl og líka vörur frá öðrum eins og svamp og trépóstkortin. Endilega að kíkja við og sjá hvort þið finnið ekki eitthvað sniðugt.

Engin ummæli: