21 ágúst 2007

Já konan

Jæja þá er ég búin að bæta við mig vinnu. Algjör já kona þessa dagana, en maður verður að grípa hvert tækifæri sem kemur á framabrautinni er það ekki? Mér bauðst sem sagt að taka að mér einn umræðuhópinn í Eigindlegum rannsóknum I. Það er bara 40 mínútur einn morgun í viku en að vísu er hellings vinna að fara yfir öll verkefnin sem þau skila. Þetta er bara svo ansi gott fyrir ferilskrána mína, ekki veitir af að bæta
á hana áður en ég sæki um doktorsnámið. Ég er heldur ekki í neinum kúrsum núna svo þetta ætti ekki að ganga alveg frá mér.
Sveppurinn er að skila sínu og orkan á uppleið. Kvefið nánast horfið.

Engin ummæli: