19 ágúst 2007

Á sveppum

Það er ekki svo slæmt að ég sé farin að tína sveppi á umferðareyjum he he he. Ég kom við í Jurtaapótekinu í gær og bar mig illa vegna eilífs pestargangs. Kolbrún var ekki lengi að rétta mér malaðan kínverska svepp sem er víst algjör töfrasveppur þegar kemur að því að byggja upp ónæmiskerfið. Nú er bara að sjá hvort Reishi sveppurinn magnaði komi mér
ekki til heilsu á ný. Í bónus yngist maður víst upp við að taka hann svo fylgist
með breytingunni á mér :-D

Annars langar mig til að benda fólki á að ef það vill láta gott af sér leiða og getur séð af einhverjum aur þá sér hin frábæra kona Jóhanna Kristjónsdóttir um að útvega styrktaraðila til náms fyrir börn og konur í Yemen. Menn skuldbinda sig aðeins til eins skólaárs í einu. Yemen er eitt af fátækustu arabalöndunum en með því að hjálpa einum einstakling til að
mennta sig þá ertu að auka líkurnar á t.d. auknum réttindum kvenna í framtíðinni. Hvert lóð á vogarskálina skiptir máli. Smelltu hér til að skoða heimasíðuna hennar Jóhönnu.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

:) mæli með þessum kínverska svepp en ég verð að vara fólk við þeim sem það finnur á umferðareyjum;)

Nú fylgist ég grant með því hvort Kolbrún hafi hitt naglann á höfuðið svo heilsa þín megi komast í eðlilegt horf:)