Komin heim í skóginn minn! Yndislegt að finna spennuna líða úr líkamanum við að sitja úti i kvöldkyrrðinni. Byrjaði á því þegar ég kom að setjast út í sólina og hreinsa blóðberg með mömmu. Síðan hefur lítil sól sést en það er allt í lagi. Pabbi og mamma fóru með okkur þrjár elstu systurnar niður á Norðfjörð í dag að heimsækja ömmu sem er enn hin hressasta þrátt fyrir að vera komin á tíræðisaldur. Ekki margar konur á hennar aldri sem búa einar heima og ég get eiginlega ekki ímyndað mér ömmu á elliheimili enda hefur hún engan áhuga á því að fara þangað.
03 júlí 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Halló Guðlaug!
Ég bið kærlega að heilsa austur!
Knús,
Ingileif og Júlíus.
Ég borðaði Blóðberg í fyrsta skipti á ævinni í dag eftir vel heppnaða ferð í Flatey á Breiðafirði,á Bíldudal og í Selárdal. Blóðberg er gott náttúru sælgæti undir tönn. Minnir á kryddtegundina Timian.
Ég hlakka til að heyra frá þessari vel heppnuðu ferð Steinn. Þú segir mér ferðasöguna í fyrirhugaðri fossgöngu okkar fljótlega.
Kveðjum skilað Ingileif og allir tóku þeim fagnandi enda er þín og þíns bjarta bross saknað.
Knús til baka handa ykkur Júlíusi
Ó já og hlakka til þess,
kær kveðja austur,
Steinn Blóðberg.
Skrifa ummæli