08 júlí 2007

Hótel mamma og systur!

Mér finnst ég vera síborðandi þessa dagana ýmist hjá systrum mínum eða mömmu. Það besta við matinn hjá mömmu er þessi frábæru salatgarður hér úti sem er fullur af alls konar salati og grænmeti. Ég er eins og kanína í paradís þegar ég úða mig grænkálinu hennar sem er í uppáhaldi hjá mér. Það er ekki hægt að segja að veðrið hafi leikið við mig en ég læt nú svoleiðis smámuni ekki ergja mig of mikið. Bara það að vera í faðmi fjölskyldunnar er endurnærandi og gaman. Ég las Rauðhyltingabók sem er ein ættin mín og skildi þá hvaðan Davíð Þór hefur alla þessa hagmælsku, frá Einari á Staka-Hjalla auðvitað. Öll ömmusystkin hans og langömmusystkin mín (nema langamma) voru alveg ótrúleg þegar kom að bundnu máli. Þau skrifuðust á í ljóðabréfum og á stórafmælum þeirra systkina fór hvert þeirra með eigin kveðskap til afmælisbarnsins, alveg magnað finnst mér.
Það er verst hvað tíminn líður hratt og fimmtudagurinn næsti nálgast óðum. Hér er svo gott að vera og mig langar að heimsækja marga ásamt því að taka því rólega. Þyrfti mun lengri tíma til þess. Ætli ég verði bara ekki að reyna að koma aftur í haust. Við sjáum til.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Oi, achei teu blog pelo google tá bem interessante gostei desse post. Quando der dá uma passada pelo meu blog, é sobre camisetas personalizadas, mostra passo a passo como criar uma camiseta personalizada bem maneira. Se você quiser linkar meu blog no seu eu ficaria agradecido, até mais e sucesso. (If you speak English can see the version in English of the Camiseta Personalizada. If he will be possible add my blog in your blogroll I thankful, bye friend).

Netfrænkan sagði...

Ja hérna svo er spanjólinn bara að reyna að selja mér áprentaða boli! Ég hélt þetta væri nú meira spennandi en það ho ho ho!