12 júlí 2007

Komin heim í Rónaholtið

Ekki fékk ég neinar filmstjörnumóttökur þegar ég kom heim í kvöld. Varð að byrja á því að siga löggunni á rónagengið á neðri hæðinni og frétti að hér hefðu verið blóðug átök um síðustu helgi. Komu tveir vörpulegir lögregluþjónar áðan (tveim tímum eftir að ég hringdi!!) og voru afskaplega almennilegir. Það skyldi þó ekki ætla að endurtaka sig sama rónasagan og þegar ég bjó í Skipasundinu. Þá hringdi ég reglulega á lögguna út af Snorra gamla á efri hæðinni og tókst á endanum að koma honum í Víðines eftir gott samstarf við afar viðkunnalegan varðstjóra í lögreglunni. Mér er alveg sama þó rónar bæjarins haldi til á neðri hæðinni á meðan að þeir eru til friðs því einhvers staðar verða jú vondir að vera. En vei þeim sem raska ró minni með djöfulgangi og látum. Þá er mér að mæta grrrrrr.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Velkomin heima kæra vinkona.

Þín hefur verið sárt saknað af loftinu - nú horfi ég fram á betri tíð.

Hlakka til að hitta þig, kveðja, Elva.