08 júní 2007

Velkomin á nýja "heimilið"

Þegar ég byrjaði að blogga þá fannst mér svo ógnvekjandi tilhugsunin um að fólk læsi það sem ég skrifaði þannig að ég takmarkaði lesendur við fjölskylduna. Með tímanum jókst mér ásmegin og ég opnaði fyrir fleiri en eftir að hafa fengið þó nokkrar kvartanir um að geta ekki kommentað á það sem ég skrifa, þá hef ég tekið þá ákvörðun að flytja "að heiman" og hreiðra um mig hér á blogspot. Eins og venjulega þegar maður flytur í nýtt húsnæði þá er hálftómlegt um að litast en ég bæti úr því smám saman.

Engin ummæli: