08 júní 2007
Kínamaður
Ég var að horfa á viðtal við 93ja ára gamlan karl í Peking sem er enn sprækur sem lækur þrátt fyrir að hafa lifað nærri heila öld. Hann er laufléttur á fæti og byrjar daginn á að fá sér göngutúr á einni af mörgum stigvélum sem standa í röð á gangstéttinni. Svo er bara að skella sér í vinnuna og klippa nokkra hausa á rakarastofunni sem er stóll á annarri gangstétt. Lífsgleðin skín af þeim gamla þegar hann spjallar hlægjandi við fréttamanninn. Svo fær hann sér smók af sígarettunni sinni!!!!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli