24 júní 2007

Limra

Sjáðu fuglana frændi minn.
Ja frændi, hvur andskotinn.
Fljótur hér, framundan þér.
Þeir fljúga með rófuna á undan sér.

Ég er afskaplega hrifin af limrum og má líklega rekja það til Þorsteins Valdimarssonar og limrunnar hér að ofan. Ég var ekki gömul þegar ég lærði hana og finnst hún alltaf jafnskemmtileg. Hann myndskreytti limrurnar sínar og með þessari var mynd af strák sem góndi upp í himininn á svani sem flugu yfir. Bókin hans Limrur er svo sannarlega skemmtileg lesning bæði fyrir börn og fullorðna.

Engin ummæli: