25 júní 2007

Fluga á vegg

Það er dularfull fluga sem situr á veggnum fram á gangi. Hún er pínulítil og gul, ja eða kannski glær því veggurinn er gulur, og með risastór svört augu (flugan sko ekki veggurinn). Þetta er kannski stökkbreytt ávaxtafluga sem hefur sloppið út af rannsóknarstofu. Minna vinkona mín sem er líffræðingur sagði líffræðingana á kaffistofunni í Háskólanum í Árósum og Helskinki (þar sem hún hefur verið að krukka í froska) alltaf þekkjast á ávaxtaflugunum sem sveimuðu í kringum þá.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég elska Býflugur og Hunangsflugur,
ég vildi óska þess að þær væru á sveimi allt árið um í kring í milljónatali.
Einnig fer gulur litur flugum afar vel.

Netfrænkan sagði...

Já sterkgulur fer þeim vel eins og á hunangsflugunum en mín dularfulla fluga er aðeins ljósari en skítafluga. Mér finnst það ekkert smart litur en svörtu stóru augun eru samt í flottum kontrast.

Nafnlaus sagði...

Bara að prófa.

Nafnlaus sagði...

skil nú ekki hvernig mér mistókst þetta ítrekað um daginn.

Netfrænkan sagði...

Ég breytti stillingunni aðeins sem getur hafa auðveldað að kommenta. Þannig að þú ert örugglega enginn imbi he he he.