29 mars 2009

Á fæðingarvaktinni

Ég er á fæðingarvaktinni þessa dagana. Verð líklegast viðstödd þegar strákurinn hennar Beth fæðist (áætlað 18. apríl) er nefnilega staðgengill Önnu Gerðar hérna í bænum. Að sjálfsögðu er ég farin að bíða eins og Beth og í nótt dreymdi mig að ég væri að gera allt klárt fyrir heimafæðingu, var að tína til hrein lök og sjóða vatn eins og í gamla daga hahahaha. Ég ætlaði sko að vera sjálf ljósmóðirin :) Ég hef tvisvar verið viðstödd fæðingar og hlakka mikið til. Það er svo stórkostlegt að upplifa lítið barn fæðast í heiminn :D Beth ætlar að stefna á Hreiðrið enda fær hún að vera þar í 24 tíma eftir fæðingu. Á fæðingardeildinni er manni víst hent út eftir 2 - 3 tíma ef allt er eðlilegt. Það hefur aldeilis breyst frá því ég átti Gunnar Björn á Fæðingarheimilinu, þá mátti ég ekki einu sinni stíga í fæturna fyrstu tvo dagana. Það má nú alveg fara milliveginn finnst mér.

Engin ummæli: