05 apríl 2009

Vordísin komin :D

Já hún kom með vorið til mín frá Danmörku :D Við fórum út að borða á Santa Maria í gærkvöldi og erum að hafa það huggulegt saman að dönskum sið í dag. Á morgun byrja ég svo í 8 - 4 vinnunni minni. Það verður skrítið að vera komin með eigin skrifstofu og reglulegan vinnutíma eftir óreglu síðustu 7 ára. Staðsetningin er alveg frábær í miðbæ Hafnarfjarðar og húsið gamalt og kósý. Strax eftir páska byrja ég svo að kenna atvinnulausum útlendingum á vegum Vinnumálastofnunar.

Við Beth fórum til ljósmóðurinnar á föstudaginn og allt er klárt fyrir komu litla mannsins. Hann er búinn að skorða sig vel og getur komið hvenær sem er. Ég er að vona að hann drífi sig í heiminn um páskana og Beth er að sjálfsögðu farin að bíða með óþreyju enda kúlan orðin stór og fyrirferðamikil.

Ég á von á hefðarfrú mikilli frá Mexíkó í heimsókn næstu daga. Mamma hans Ricardo er í heimsókn á landinu og að sögn Tamöru tengdadótturinnar er hún með mikið hreinlætisbrjálæði og býr þar að auki í risavillu með þjónustufólk á hverjum fingri. Systir hennar kom með en hún er að bjóða sig fram sem borgarstjóri í borginni sem þau koma frá. Þær systur tala bara spænsku svo Ricardo verður að vera túlkur. Ég er að reyna að missa mig ekki alveg í að þrífa í hengla fyrir heimsókninna (eins og Tamara gerði), þær verða bara að lifa af rykið hjá mér hahahahaha. Ég vona bara að nágrannarnir verði á rólegu nótunum á meðan hehehehe

1 ummæli:

Unknown sagði...

Hæ Gudlaug!
Nýt thess ad lesa bloggid thitt! :)
Vildi bara láta thig vita.
Knús,
Ingileif.