01 mars 2009

Öppdeit

Hummm ég er ekki alveg að standa mig í bloggskrifum.
Síðasta mánudag fór ég með fræðslu um fjölmenningu og fordóma í 9. bekk í fyrsta grunnskólanum af sjö. Það gekk bara nokkuð vel fannst mér, ég var með þrjá bekki í röð sem allir voru mjög ólíkir. Fyrsti var afskaplega "krefjandi" eins og kennararnir orðuðu það en mér fannst þau nú bara mjög skemmtileg þó þau væru ansi lífleg hahahaha. Adriënne vinkona mín er hjá mér núna og er að leiðbeina mér í sambandi við umsókn um doktorsnám og styrki í Danmörku. Ég finn að með hækkandi sól kemur aukin orka í mig og er bara orðin nokkuð spennt að takast á við þetta. Það var svo yndislegt veðrið í gær að ég fékk mér göngutúr í bæinn og kíkti í Kolaportið. Þar úði allt og grúði af fólki og varningi en ég lét mér nægja að kaupa fjallagrasaflatbrauð eins og venjulega þegar ég lít þarna inn.
Valur er að fara á sjóinn á þriðjudaginn, fékk afleysingatúr á þessum fína línubát frá Grindavík. Eitthvað annað en ryðdallurinn sem hann var á um daginn.

Engin ummæli: