25 mars 2009

Á uppleið

Ég er búin að vera eins og hlýðinn hundur síðustu daga. Fer samviskusamlega í sund eða ræktina daglega og hringi í Hrönn á hverju kvöldi að gefa skýrslu. Fannst vissara að fá eitthvað aðhald til að hjálpa mér að komast í rútínu og bað því Hrönn að taka það að sér að fylgjast með mér. Ég finn strax smá mun á mér.
Í morgun var mér boðið 75% fast starf hjá Jafnréttishúsi í Hafnarfirði sem felst í því að halda utan um íslenskukennsluna. Ég byrja með íslenskunámskeið fyrir atvinnulausa útlendinga eftir páska og verð með tvo hópa. Það er sem sagt næg vinna framundan hjá mér og þá skiptir máli að halda dampinum í hreyfingunni svo ég hafi nú orku í allt þetta. Ég er samt ekkert hætt við doktorsnámið en fresta því kannski eitthvað.

Engin ummæli: