Allar þessar músaveiðaæfingar heimasætunnar Skottu virðast hafa borið árangur. Í gær fékk hún stóran páskaunga (ekki alvöru) til að leika sér að og tók það greinilega mjög alvarlega því í morgun voru gular fjaðrir út um alla stofu. Það er greinilegt að ég verð að setja á hana kúabjöllu þegar hún fær loksins að fara út úr húsi ef hún á ekki að hreinsa hverfið af fuglum. Mér varð hugsað með skelfingu til þess ef þetta hefði nú verið alvöru fugl sem hefði fengið þessa meðferð í stofunni hjá mér. Það hefði sjálfsagt þýtt allsherjar hreingerningu á húsgögnum, veggjum og gólfum eftir blóðslettur og fiður. Vonandi kennir frú Scarlett henni góða siði þegar þar að kemur enda hefur hún aldrei veitt svo mikið sem ánamaðk öll þau 14 ár sem hún hefur lifað.
Í gær var danskt pönnukökuboð hér í Einholtinu. Málfríður, Ingileif og Sigurbjörg voru hér með sína dönsku ektamaka og fríðan barnahóp. Birna og Sirrý slógust líka í hópinn. Aldeilis gaman að fá svona sjaldséða gesti í heimsókn.
23 mars 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Ég vaknaði nú í blóðpollinum í rúminu einn morguninn og fjaðrir út um allt herbergi. Gestur hafði verið að dunda sér við þetta á meðan ég svaf.
Kolbrún vandi Grím af því að koma með sína bráð inn, sem betur fer.
kmb
Klófríður er búin að vera að hendast um húsið með lítið hreiður, ungi og mamma hans hanga skelfinu lostin í hreiðrinu. En þetta er bara páskaskraut :) svo það er enginn í alvöru sár. En Klófríður lifir sig inn í leikinn.
Það eru til ólar sem senda hátíðnihljóð frá sér. Ég hugsa að ég verði að fá svoleiðis á mínar kisur fyrir sumarið ef ég á ekki að vaða fuglshræ upp að hnjám í húsi mínu.
Gangi þér vel.
kv.
Rannveig Árna
Elsku Guðlaug!
Takk kææææærlega fyrir okkur! Þú bakar bestu pönnukökur í heimi, svei mér þá, þú slærð föðurömmu minni sko við í pönnukökubakstri!
Um að gera að kaupa svona fína hálsól handa maddömunni með bjöllu í svo smáfuglarnir geti varað sig á henni.
Kveðjur,
Ingileif.
Takk fyrir hólið Ingileif og þúsund þakkir fyrir komuna. Kannski ég tékki á þessu með hátíðnihljóðsólina Rannveig. Annars er ég að vinna í því að gera Skottu að grænmetisætu. Hún fær smásalatblað á hverjum degi og borðar með bestu lyst. Hún getur þá bara bitið gras í sumar í staðinn fyrir fuglaveiðar:-D
Skrifa ummæli