04 mars 2008

Glöð í hjarta

Ég var að útskrifa einn íslenskuhópinn minn í dag og þessar elskur voru búin að slá saman í blómvönd og nammiegg handa mér. Svo spurðu þau hvort ég myndi ekki örugglega kenna framhaldsnámskeið fyrir þau og ég varð svo glöð að heyra hvað þau eru áhugasöm. Þetta er alveg ótrúlega gefandi starf. Næsta mánudag byrjar svo nýtt byrjendanámskeið hjá sama fyrirtæki. En nú þarf ég að nýta tímann og vinna í verkefninu mínu. Knús á línuna!!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gaman að heyra þetta Guðlaug. Það er svo ljúft að finna svona hlýhug, en þú ert nú líka svo góð að þú getur ekki verið annað en góður kennari.
kv.
Rannveig Árna