30 mars 2008

Sorg í hjarta

Mamma hringdi í mig í morgun með þá sorgarfrétt að hann Biggi Dúnu hefði dáið í vélsleðaslysi í gær. Mér finnst erfitt að trúa þessu það er svo stutt síðan ég hitti þau Birnu í Kringlunni og fékk hlýtt faðmlag frá þeim báðum. Ég kynntist Bigga og Birnu vel fyrir 24 árum síðan og þau eru eitt það yndislegasta fólk sem ég þekki. Það alltaf hefur verið svo gott að koma í heimsókn til þeirra og fylgjast með hvað krökkunum þeirra gengur vel. Ég var búin að hlakka til að koma við hjá þeim í sumar og fá mér kaffi og spjall í notalega garðinum þeirra. Á morgun átti að jarða hann Villa Rúnar bróður hans en nú verða þeir bræður sennilega jarðaðir samtímis. Elsku Birna mín ég samhryggist þér og börnunum þínum svo innilega að mig skortir orð. Ég sit hér og hágræt ég finn svo til með ykkur. Guð gefi ykkur styrk að takast á við sorgina og ég læt bænina okkar fylgja.

Guð gefi mér æðruleysi
til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt
Kjark til að breyta því sem ég get breytt
og vit til að greina þar á milli





 



 

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Við horfum á eftir góðum dreng. Þetta er svo skelfilegt að ég meðtek þetta tæplega.
kv.
Rannveig Árna