14 mars 2008

Bílaviðgerðir og bróderingar

Bíllinn fór ekki í gang síðasta mánudagsmorgun. Á ég ekki að kíkja á hann fyrir þig spurði Prim, 22ja ára ástralski sófagesturinn minn (kona N.B.). Þegar ég kom heim aftur frá því að kenna var hún búin að gera við bílinn fyrir mig!!! Þessi frábæra stelpa er sveitastelpa sem hefur flakkað um heiminn og m.a. búið eitt ár á Hawai á búgarði þar sem hún vann við að temja hesta. Hún vann líka 6 mánuði á búgarði í Texas. Núna er hún á leiðinni til Rússlands, Hvíta-Rússlands og Úkraínu, ekki þó til að temja hesta.
Í gær kom alveg óskaplega krúttulegt par frá Boston. Þau eru tvítug og þegar þau voru búin að koma sér fyrir þá dró hún upp hringlaga útsaumsramma og sat við að bródera í gærkvöldi. Í dag á svo að skoða það sem Reykjavík hefur upp á að bjóða en ég ætla að elda fisk handa þeim í kvöld. Kosturinn við að hafa sófagesti er að ég elda handa mér, ég nenni ekki að elda ofan í mig eina enda kann ég ekki að elda fyrir eina manneskju. Svo hér verður boðið upp á karrýfisk sem alltaf slær í gegn og er þar að auki alveg óskaplega fljótlegur réttur. Það er munur að fá frían gæðafisk frá syninum.

4 ummæli:

Unknown sagði...

Hæ!
Ji, karrýfisk! En sá munur!
Og bara búið að gera við bílinn! Heldurðu að það sé munur?! :)
Hlakka til að sjá þig, frænka!
Knús,
Ingileif

Unknown sagði...

Hæ!
Ji, karrýfisk! En sá munur!
Og bara búið að gera við bílinn! Heldurðu að það sé munur?! :)
Hlakka til að sjá þig, frænka!
Knús,
Ingileif

Nafnlaus sagði...

Þessir bílar hans Vals eru alltaf bilaðir. Er Lancerinn kominn á götuna aftur? og er búið að gera við rafkerfið í Galantinum? eða er kannski loksins búið að selja svörtu ekkjuna?

Netfrænkan sagði...

Ja nú á ég Lancerinn en hann er reyndar aftur bilaður. Adam lánaði mér Clioinn sinn og það var hann sem Prim gerði við. Það reyndist nú bara vera ónýtt öryggi sem var að hrjá Galantinn en hann er í geymslu eins og er en verður seldur í vor.