02 mars 2008

Kátt í koti

Hér er aldeilis búið að vera kátt í koti alla vikuna. Sigurbjörg og fjölskylda eru í heimsókn og í nógu að snúast hjá mér. Í gær var opið hús hjá mér fyrir stórfjölskylduna og ég bakaði 5 uppskriftir af pönnukökum. Síðan fékk ég að passa Freyju um kvöldið og nóttina mér til mikillar gleði. Ég verð samt að viðurkenna að ég er ósköp fegin að þurfa ekki að vakna um miðjar nætur í barnastúss á hverri einustu nóttu. Þetta gekk eins og í sögu hjá okkur frænkum en Sunneva var mér nú líka til halds og trausts. Eiginlega svaf sú stutta meira og minna milli þess sem hún nærði sig. Hún vaknaði nú samt eldhress í morgun og brosti sínu blíðasta og hjalaði við mig. Eins og fleiri í fjölskyldunni þá ætlar daman ekki að verða mikill morgunhani sem er fínt á þessum aldri en verra þegar unglingsárin skella á eins og ég hef mikla persónulega reynslu af. Ætlar því miður seint af rjátlast af mér sjálfri. 

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Voru ekki teknar neinar myndir í þessu pönnukökuboði:)
Kv. Málfríður

Netfrænkan sagði...

Jú jú nokkrar, ég set þær inn fljótlega

Unknown sagði...

en þú ert nú enn unglingur þannig að þetta gæti rjátlast af þér síðar. Gaman að lesa bloggið hjá þér.
Dagný

Netfrænkan sagði...

Já ég verð örugglega eilífðarunglingur. Guð sé lof að það eru ekki nema rúm 20 ár þar til ég fer á eftirlaun og get sofið út alla morgna ha ha ha!!