27 ágúst 2008

Kóngulær

Ég er enn á lífi og geðheilsan þokkaleg. Þetta mjakast allt áfram og tekur senn enda. Valur er að vinna í Borgarnesi þessa vikuna svo ég er að mestu leyti ein heima, Ellen og Daníel koma af og til. Nú er ég farin að vinna fram eftir nóttu og sef fram að hádegi. Það er svo rólegt á nóttunni að þessi rytmi á ágætlega við mig. Draumarnir eru enn frekar spennukenndir með risakóngulóm sem hrynja úr loftinu. Mér þykir samt frekar vænt um kóngulær svo ótrúlegt sem það er og þær boða yfirleitt gott. Það er ein lítil í glugganum hjá mér sennilega að leita sér að bústað fyrir veturinn. Hún er meira en velkomin að hafa vetursetu hér enda fer lítið fyrir þessum greyjum. Jú víst er geðheilsan góð!!!!
Eftirmæli
Stuttu eftir að ég skrifaði þetta varð mér á að loka stofuglugganum. Sú litla, blessuð sé minning hennar, hafði ekki valið sér gáfulegan stað til að hreiðra um sig. Gluggafalsinn!! Hún kramdist því til bana þegar ég lokaði glugganum. Ég er með móral!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hún hefur kannski valið þennan stað að vel athuguðu máli. Ekki kært sig um að lifa veturinn.
Þú þarft því ekkert að hafa móral.
kv.
Rannveig Árna