04 ágúst 2008

Innipúkar

Í kvöld bakaði ég pizzur fyrir okkur innipúkana mig, Gunnar Björn og Daníel og var þeim gerð góð skil að venju. Dagga vinkona er stödd á landinu og leit við hjá mér seinnipartinn mér til mikillar gleði. Hún sýndi mér myndir af fallegu ömmustrákunum sínum. Ég fékk svo Brekkusöng í beinni frá Þjóðhátíð í símanum áðan. Greinilega mikið stuð þar og sumir orðnir hálfraddlausir (Valur). Ritgerðarvinna hefur gengið ágætlega í dag og kvöld, er núna að skrifa um íslenska þjóðernishyggju. Ætla að drífa mig í háttinn núna, er búin að lofa Daníel að vekja hann klukkan hálfátta í fyrramálið og horfa á eftir honum út um dyrnar. Hmmm ég held að strætó byrji ekki að ganga fyrr en klukkan 10 eins og á sunnudögum, sennilega verð ég að skutla honum í vinnuna.

Engin ummæli: