10 ágúst 2008

Dansað niður Laugaveginn


Í gær tók ég pásu frá ritstörfum til þess að taka þátt í Gay pride ásamt fleira fólki (bæði íslensku og erlendum gestum) úr Couch surfing hópnum. Við ákváðum að fagna fjölbreytileika mannlífsins með því að vera hluti af Gleðigöngunni og dönsuðum því saman niður Laugaveginn. Þó svo Gleðigangan hafi í upphafi eingöngu verið ganga samkynhneigðra þá hefur hún breyst yfir í það að snúast um mannréttindi. Að allir hafi rétt á því að vera þeir sjálfir, svo framarlega sem það skaði ekki aðra. Þar sem ég er ekki beint týpísk miðaldra kona þá fannst mér vel við hæfi að taka þátt :D Ég viðurkenni að ég var hálf stressuð í byrjun við tilhugsunina að dansa fyrir framan tugþúsundir manna en um leið og við lögðum af stað leið það hjá og ég fann til ótrúlegs frelsis að geta verið bara eins og ég er. Þetta var alveg meiri háttar gaman en aldurinn eða eigum við að segja kyrrsetan er farin að segja til sín því ég var aum í öllum skrokknum á eftir og er búin að vera hálflasin í dag. Ekkert samt sem íbúfen lagar ekki svo ég er búin að sitja samviskusamlega við skriftir í dag. Valur var nú ekkert yfir sig hrifinn af uppátæki móður sinnar ha ha ha en Daníel fannst verst að hafa misst af mér. Nú bíð ég bara eftir að heyra orðróm um að ég sé komin út úr skápnum muahahahahahaa!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Bara forvitni, hvað er týpísk miðaldar kona?
kristín maría

Netfrænkan sagði...

Ekki einhver sem dansar niður Laugaveginn og fyllir húsið af útlendingum ha ha ha

Nafnlaus sagði...

Þú varst flott í Gleðigöngunni gæskan.
kv.
Rannveig Árna.