Keren sófagesturinn minn frá Tel Aviv benti mér á einn kost við að búa á Íslandi sem ég hafði ekki hugmynd um. Minni HÁRVÖXTUR!! Hún sagðist hafa tekið eftir því að dregið hefði verulega úr hárvextinum á fótleggjunum eftir að hún kom til Íslands og taldi ástæðuna vera kuldann hér á landi. Hitinn í heimalandi hennar gerir það víst að verkum að þrem dögum eftir að hún vaxar á sér leggina eru þeir aftur orðnir eins og á velhærðum hobbita. Þær tvær vikur sem hún var hér á landi var sprettan hins vegar nánast engin.
Það er upplagt fyrir mig að fá þessa kenningu staðfesta þegar ég fer í hitasvækjuna á Ítalíu.
Það er upplagt fyrir mig að fá þessa kenningu staðfesta þegar ég fer í hitasvækjuna á Ítalíu.
5 ummæli:
Þú þarft þá að vaxa áður en þú ferð, ég hef nú bara látið það yfir mig ganga einu sinni, það var í síðustu Ítalíuferð, er að melta með mér hvort ég eigi að leggja það á mig aftur.
kmb
Iss það er ekkert mál að vaxa lappirnar. En hvernig er það varstu eins og hobbiti þegar þú komst heim frá Ítalíu síðast?
Er þetta ekki bara fundin gullnáma hjá þér? Þú selur sköllóttum mönnum ferð til Miðjarðarhafsins og þeir koma hárprúðir heim.
kv.
Rannveig
Ha ha ha góð tillaga Rannveig. A.m.k. get ég garanterað taðskegglingum góðan árangur.
Nei þessi fáu hár höfðu nú ekki vaxið neitt, þau eru varla búin að ná fyrri sprettu ennþá, það fylgja vissir kostir AIS geninu, hef aldrei þurft að vaxa eða raka neitt.
kmb
Skrifa ummæli