Um síðustu helgi eldaði ég tvö lambalæri og bauð öllum strákahópnum í mat ásamt Ellen kærustunni hans Vals. Að sjálfsögðu tóku allir rösklega til matar síns og ekki síst hún Ellen sem borðaði þá alla undir borðið. Viðbrögð þeirra við því minnti mig á viðbrögð Skúla Björns þegar ég var að vinna í skógræktinni og borðaði fleiri kjötbollur en hann. Það virðist nefnilega vera ákveðið karlmennskumerki að borða mikið og sú karlmennska bíður hnekki við það að vera borðaður undir borðið af konu. Annars var alveg ótrúlegt hvað ég og eiginlega við systur allar gátum innbyrt af mat á okkar yngri árum. Kolbrún man örugglega enn eftir því þegar Hói á Víðivöllum sagði við hana “ertu með orma eða hvað” þegar hún var búin að úða í sig ótæpilega af skyrsúpunni hennar Ingu ræst. Það hefur sennilega verið sæmilegur matarreikningurinn hjá foreldrum okkar miðað við það að ég tók alltaf 10 brauðsneiðar með í nesti og ég man ekki betur en Stína systir hafi verið með svipaðan skammt. Það er af sem áður var, núna má maður bara þakka fyrir að narta í tvær hrökkbrauðssneiðar.
16 apríl 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Aldrei hef ég heyrt um skyrsúpu! Einhverra hluta vegna finnst mér að súpur ætti að vera heitar, en get ekki ímyndað mér heita skyrsúpu... ætli hún sé þá köld?
Skyrsúpa var reglulega á borðum hjá henni Ingu. Með fullt af rúsínum nammi namm og já hún er köld. Búin til úr hreinu skyri enda var ekki annað á boðstólum á þessum tíma. Þynnt út með mjólk, sykur og vanilludropar og voilá alveg dýrindis skyrsúpa komin.
Skyrsúpan hennar Ingu er forveri allra þessara jógúrt- og skyrdrykkja sem eru á boðstólum í dag.
Hún var alltaf borin fram vel þeytt og var hreinn unaður á heitum sumardögum í skóginum.
kv.
Rannveig Árna
Jæja ætli maður verði ekki að taka frændur sína og fósturfrændur á námskeið. Að láta þessa tágrönnu stúlku borða sig undir borðið.
Það verður tekið á því næst þegar að maður kemur til íslands.
En ert þú ekkert væntanlega til Danmerkur Guðlaug?
Ekki er ég nú væntanleg alveg á næstunni, smábeygja á plönum og ómögulegt að segja hvar hún endar :-)
Mér fannst nú skyrsúpa með salati alltaf best.
kmb
Skrifa ummæli