09 desember 2007

Laufabrauð og magadans

Í gær var bakað laufabrauð hér í Holtinu. Sem höfuð fjölskyldunnar hér á höfuðborgarsvæðinu þá sé ég um að smala börnum og systkinabörnum saman til mín til að halda við þessari skemmtilegu hefð. Því miður komust ekki allir, Valur var út á sjó og Daníel þurfti að vinna. Að sjálfsögðu er notast við uppskrift frá Hafursá sem er miklu betri en þessar búðarkökur. Ég var því miður í prófyfirsetu til klukkan eitt þannig að við byrjuðum ekki fyrr en seinnipartinn. Við látum okkur nú nægja að gera eina uppskrift og eitthvað var ég kærulaus við flatninguna í ár því við fengum tíu kökum færri en í fyrra. Í staðinn var samt fullt af afgöngum sem er heldur ekki slæmt. Í dag ákvað ég að hafa náttfatadag og njóta þess að vera í fríi með kisunum mínum. Ég dundaði mér þó aðeins við hilluþrif á milli þess sem ég tók nokkrar mjaðmasveiflur enda að fara að læknisráði. Kolbrún grasalæknir setti mér nefnilega það fyrir að dansa magadans á hverjum degi, ekki slæmt læknisráð það og ég mæli eindregið með því. 

Engin ummæli: