30 desember 2007
Stolt guðmóðir
29 desember 2007
Mér vera þig velkomna...
Talandi um kisur. Ég hef verið að veigra mér við því að blogga um hana Snædísi mina en nú held ég sé kominn tími á það. Ég tók þá erfiðu ákvörðun fyrir u.þ.b. mánuði síðan að láta svæfa hana eftir að hún var byrjuð að taka upp á því að æla alltaf lyfjunum. Ég var búin að verða vör við ælur hér og þar í smátíma og skildi ekkert í þessu, hélt að maturinn væri að fara eitthvað illa í þær. Einn daginn varð ég svo vör við að mín fór bara beint fram og ældi eftir að ég hafði gefið henni lyfin. Þá fór ég nú að fylgjast með frökeninni og jú jú hún var eins og versta bulimia og ældi umsvifalaust eftir að hafa fengið lyfin. Þetta þýddi að hún var aftur byrjuð að pissa hér og þar og var þar að auki í stöðugri paranoju gagnvart fólki. Ég sá það að þetta var ekkert líf fyrir litla skinnið og ekki um annað að ræða en að láta hana sofna svefninum langa. Ég grét svo mikið á meðan hún var að sofna að Helga dýralæknir varð hálfmiður sín og er þó sjálfsagt ýmsu vön. Í skjóli nætur tók ég gröfina hennar í blómabeðinu í garðinum mínum við hliðina á honum Amor. Hún hélt á sínum tíma utan um hann í heilan dag þegar hann var að deyja enda voru þau óaðskiljanleg. Mér skilst að maður megi ekki grafa gæludýr í húsgörðum en er sko nokk sama. Þetta blómabeð er minn einkagrafreitur fyrir mínar kisur. Scarlet hefur gengið Skottu í móðurstað eftir að Snædís fór og sýnir henni einstakt umburðarlyndi og ástúð.
26 desember 2007
Dásemdarlíf
25 desember 2007
Gleðilega hátíð!
Á Þorláksmessukvöld rölti ég Laugaveginn eins og alltaf, þetta er ein af mínum hefðum enda bý ég rétt hjá honum. Það er alveg ótrúlegt hvað veðrið er alltaf gott þetta kvöld. Í ár fannst mér miklu meiri ró yfir fólki en oft áður en kannski var það bara ég sem var rólegri. Ég tók eftir því að barðastórir hattar eru í tísku hjá körlum á miðjum aldri og upp úr. Sveitarstjórinn í Hvalfjarðarstrandarhreppi var ansi reffilegur með sinn hatt og í brúnum frakka.
Núna sitjum við Skotta við stofugluggann og horfum á snjóinn mulla niður í kyrrðinni úti. Fuglarnir syngja í trjánum í garðinum, nokkrar gæsir flugu gargandi yfir áðan og meira að segja krunkaði hann krummi fyrir okkur.
Ég óska ykkur öllum gleðilegrar hátíðar og innri friðar.
21 desember 2007
Hjúúúkkkk!!!!!!!
Ég er með einn sófagest fram á sunnudag, það er hann Harry frá Ástralíu sem verður 19 ára í byrjun janúar. Alveg einstaklega kurteis og ljúfur strákur sem er gaman að hafa í heimsókn. Hann fór á kaffi París í kvöld að hitta eitthvað fólk og er víst búinn að mæla sér mót við Val og Daníel á Gauknum seinna í kvöld á einhverja hiphop tónleika. Ég á nú eftir að sjá hann vakna sjö fyrramálið til að þrælast Gullna hringinn í rútu ha ha ha.
10 desember 2007
Jólagosið
Á fjórum fótum
09 desember 2007
Laufabrauð og magadans
06 desember 2007
Máttur Norðurljósanna
04 desember 2007
Gaman gaman!!
30 nóvember 2007
Bingó og kýr
28 nóvember 2007
Skjálftagabb
Muahahahaha
27 nóvember 2007
Sófagestir
20 nóvember 2007
Bílaborgin Reykjavík
18 nóvember 2007
Pínulítil frænka
15 nóvember 2007
Ég varð orðlaus í dag
13 nóvember 2007
Pestir á sveimi
Af ómegðinni er það að frétta að ég hef verið tekin í sátt af frú Scarlet sem er aftur farin að hrjóta á kvöldin í bælinu sínu við hliðina á rúminu mínu. Hún entist nú ekki að sofa úti nema svona þrjár nætur og sá þá að sér. Fröken Snædís virðist vera búin að jafna sig á hræðslunni við litla gerpið sem er löngu hætt að hræðast þær gömlu. Nú er mikið sport að liggja í leyni og stökkva fram til að bregða gamalkisunum sem hrökkva í kút og hvæsa aðeins svona til að lýsa vanþóknun sinni á þessari unggæðislegu hegðun. Hún kann sig þó það mikið að láta þær algjörlega í friði þegar þær eru að leggja sig, sem er ansi oft enda orðnar nokkuð aldurhnignar og með síþreytu.
09 nóvember 2007
Bakslag
04 nóvember 2007
Ómegð
Skotta er búin að vera hérna síðan á miðvikudagskvöldið og þær gömlu eru að jafna sig á komu hennar. Frú Scarlet umber hana með þögulli fyrirlitningu en fröken Snædís var logandi hrædd við þetta gerpi í byrjun. Hún er nú aðeins að koma til blessunin. Frú Scarlet var afskaplega móðguð við mig fyrstu tvo dagana og sneri bara upp á sig og strunsaði í burtu þegar ég ætlaði að klappa henni. Eftir að hafa smjaðrað fyrir henni daginn út og inn þá er ég smám saman að komast aftur í náðina.
02 nóvember 2007
Framtíðarsýn
31 október 2007
28 október 2007
Veisla í Holtinu
Í kvöld eldaði ég svo lambalæri a la mamma fyrir allt strákastóðið mitt og var sannkölluð jólastemning í holtinu. Við borðuðum nefnilega inn í stofu, kveiktum á kertum út um allt og drukkum malt og appelsín með matnum.
25 október 2007
Burðardýr óskast!!
fela það innvortis.
21 október 2007
Læknisvitjun
16 október 2007
Reyniberjadýrð
12 október 2007
Skjálfti á Egilsstöðum
Minnisglöp
10 október 2007
Illur grunur
09 október 2007
Saumakonur nútímans
08 október 2007
Kaffið bætir hressir og kætir....eða var það maltið?
06 október 2007
Hræðileg fráhvörf
03 október 2007
Húff púff...
30 september 2007
Afmælis prinsessan
28 september 2007
Bremsulaus kona og spangólandi köttur
Dagurinn í dag byrjaði eiginlega í gærkvöldi. Mér gekk hálfbrösuglega að sofna og þegar ég loks var við það að festa svefn þá byrjar fröken Snædís að ráfa um vælandi eins og sírena. Þá mundi ég að hún átti eftir að fá lyfin sín og staulaðist fram úr en hún var að sjálfsögðu fljót að láta sig hverfa þegar ég birtist enda veit hún alveg hvenær er komið að lyfjagjöf. Ég þurfti því að sitja fyrir henni og bíða eftir að spangólsþörfin kæmi aftur yfir hana því svei mér þá þetta er eins og hún sé að spangóla. Jeminn góður nú átta ég mig á að það var fullt tungl í gærkvöldi. Það skyldi þó ekki vera eitthvað varúlfsblóð í henni! Nú jæja ég náði henni á endanum og skaut upp í hana þessum 0.1 ml (ekki 1.0 í þetta skiptið) af geðlyfjum. Rek ég ekki augun í að járnmixtúran mín hafði fokið úr glugganum á gólfið, tappinn brotnað og restin af mixtúrunni (sem betur fer var ekki mikið í flöskunni) á gólfinu. Ástæðan fyrir því að hún var út í glugga ásamt fullt af öðru úr ísskápnum er að Adam uppgötvaði að sósuskál hafði farið á hliðina inn í ísskáp og fullt af sósu runnið úr. Ég var farin í háttinn og við ákváðum að þurrka mestu sósuna upp og svo ætlaði ég að þrífa þetta í dag. Nú jæja aftur að mixtúrunni, ég gríp einhvern tuskubleðil og hef ekki einu sinni fyrir því að bleyta hann heldur moppa mestu bleytuna og skríð svo aftur í rúmið. Heldur var aðkoman að eldhúsinu óspennandi þegar ég skreiddist á lappir kl. 9 í morgun. Scarlett ræfillinn var að reyna að kroppa í sig einhvern þurrmat úr matardallinum sem staðsettur var við vegginn en fyrir framan hann var brúnt klístur, sem sagt mixtúran sem ég hafði dreift úr með tuskunni. Hún gat ekki staðið í klístrinu og hafði troðið sér á hlið upp fyrir dallinn og þurfti hálfpartinn að snúa sig úr hálslið til þess að ná einhverju upp í sig. Ég hafði engan tíma til að þrífa þetta, átti að byrja kennslu niður í HÍ kl. 10 og færði því matardallinn hennar á þokkalega hreinan flöt á gólfinu. Þetta var langur og strangur dagur sem einkenndist af þessari slæmu byrjun. Rúmlega sex kom ég heim og fór beint upp í rúm því ég var orðin örmagna. Já já Ingileif ég er strax farin að klikka á bremsunum. Lofaði mér í fullt af kennslu í október. Eftir að hafa skroppið á kaffihús sá ég hverslags vitleysa þetta er í mér og afþakkaði strax eitt námskeið. Þóttist samt geta leyst af á öðru fyrstu tvær vikurnar í okt. Ég held ég hringi á morgun og afþakki það líka. Þrjú námskeið eru alveg nóg með kennslunni í HÍ og meistaraverkefninu.
27 september 2007
Til hamingju með glaðninginn!!
26 september 2007
Komin á ferð....
25 september 2007
Hjólin farin að snúast
24 september 2007
Nýtt líf
19 september 2007
Nálykt í nösum
16 september 2007
Jethro Tull
Ég fór á frábæra tónleika með Steini vini mínum í kvöld. Við vorum sko búin að tryggja okkur miða á Tullinn fyrir löngu síðan og þeir klikkuðu ekki. Ian gamli skoppaði um sviðið með þverflautuna eins og unglingur en ekki sextugur gamlingi og sagði sögur á milli laga. Það vantar ekki húmorinn í karlinn né hina, þeir geisluðu allir af húmor og spilagleði enda var mikil stemming í troðfullum salnum alveg frá því þeir birtust á sviðinu. Ég er sko ekkert feimin við að klappa og góla á frábærum tónleikum. Ég læt fylgja með 16 ára gamalt sýnishorn af tónleikum hjá þeim svo þið fáið smá nasaþef af því hvernig þeir eru á sviði og heyrið stemminguna hjá áhorfendum. Þeir hafa pottþétt ekkert misst dampinn síðan þá. Já og Steinn: takk fyrir frábært kvöld, ég lofa að missa mig ekki í nammið þitt á næstu tónleikum sem við förum á ;-)
15 september 2007
Einstein páfagaukanna
Páfagaukurinn Alex er víst horfinn til fiðraðra feðra sinna. Þetta myndband ætti að vekja áhuga páfagaukavina í fjölskyldunni. Brúsi og Pippilínus verða heldur betur að spýta í fæturna ef þeir eiga að ná viðlíka árangri.
Gamli skólinn minn
14 september 2007
Hvar er klósettið?
Hvað felst í því að vera hermaður? Jú meðal annars að það er ekki alltaf hægt að komast á klósett og maður þarf jafnvel að gera þarfir sínar fyrir allra augum, bæði karlar og konur. Það þýðir ekki að vera með einhvern pempíuskap þegar maður er í miðri eyðimörk að leita að al kaída talíbönum. Það kemur einmitt fram í greininni sem myndin birtist með, að konurnar hafi átt erfitt með bara að segjast þurfa á klósettið í byrjun þjálfunar og þó höfðu þær aðgang að venjulegu salerni þá. Eins og alltaf þá er þetta bara spurning um viðhorf og aðstæður. Það er allt í lagi að liggja berbrjósta á ströndinni fyrir allra augum en maður fer ekki þannig út í búð, eða er það?
09 september 2007
Asísk lækning
06 september 2007
Jebb
Riverbend
05 september 2007
Hingað og ekki lengra
02 september 2007
Djúpa laugin
30 ágúst 2007
Aftur á byrjunarreit
28 ágúst 2007
The great mystery???
26 ágúst 2007
23 ágúst 2007
Islam og kristni
Valbjörg
22 ágúst 2007
Bílar í dag
21 ágúst 2007
Já konan
á hana áður en ég sæki um doktorsnámið. Ég er heldur ekki í neinum kúrsum núna svo þetta ætti ekki að ganga alveg frá mér.
Sveppurinn er að skila sínu og orkan á uppleið. Kvefið nánast horfið.
19 ágúst 2007
Á sveppum
ekki til heilsu á ný. Í bónus yngist maður víst upp við að taka hann svo fylgist
með breytingunni á mér :-D
Annars langar mig til að benda fólki á að ef það vill láta gott af sér leiða og getur séð af einhverjum aur þá sér hin frábæra kona Jóhanna Kristjónsdóttir um að útvega styrktaraðila til náms fyrir börn og konur í Yemen. Menn skuldbinda sig aðeins til eins skólaárs í einu. Yemen er eitt af fátækustu arabalöndunum en með því að hjálpa einum einstakling til að
mennta sig þá ertu að auka líkurnar á t.d. auknum réttindum kvenna í framtíðinni. Hvert lóð á vogarskálina skiptir máli. Smelltu hér til að skoða heimasíðuna hennar Jóhönnu.
17 ágúst 2007
Tengslamyndun
Ég sem hef aldrei verið sérlega góð í að mingla var bara eins og ég hefði aldrei gert annað. Er svoleiðis í skýjunum eftir ráðstefnuna og full af starfsorku. Nú hlakka ég bara til að demba mér út í að byrja að skrifa og ná hausnum upp úr bókunum. Þetta var bæði mikið pepp fyrir mig og eins náði ég að staðsetja mig svolítið út fyrir verkefnið og fá þá yfirsýn sem ég þarf til að halda áfram. Lífið er bara frábært :-)
16 ágúst 2007
Loftbretti
Öfugt við snjóþotubrun sem var í uppáhaldi hjá mér, þá er nokkuð auðvelt að stjórna loftbrettunum.
Var að horfa á þátt á Aljazeera um þessa nýju íþrótt. Íslendingar verða örugglega ekki lengi að tileinka sér hana. Algjör snilld!!
14 ágúst 2007
Jinxed
08 ágúst 2007
Ég er læknuð!!!
Það sama á víst ekki við um fröken Snædísi. Hún tók aftur upp gamla ósiði og því ekki um annað að ræða en halda áfram að svæla í hana kvíðalyfjunum. Ég held ég reyni ekki aftur að trappa hana niður af þeim. Annars má ég víst reikna með því að sitja uppi með annan kattarsjúkling ef ég fer ekki að halda í við hana Scarlet. Ég sá í fréttunum í kvöld að sykursýki hjá köttum er að verða ansi algeng, orsökin er víst ofeldi og Bónus kattamatur sem mun jafnast á við ruslfæði eins og hamborgara og franskar hjá okkur mannfólkinu. Reyndar dekra ég mínar kisur svo mikið að þær fá sko Euroshop túnfisk með þurrmatnum (ruslfæðinu) á hverjum degi. Ég held það sé nú samt langt í það að Scarlet verði jafn akfeit og kattarræfillinn sem sýndur var í fréttunum. Hann gat varla gengið fyrir spiki og minnti helst á útblásna blöðru með fjóra stubba sem stóðu út í loftið á hliðunum. Enda þurfti greyið aðstoð við að komast um og púða undir höfuðið því þegar hann lá á hliðinni þá náði hausinn ekki niður svo út tútinn var hann. Svo var breitt lítið teppi yfir hann. Bwahahaha þetta minnti mig á þegar ég var í dúkkuleik með svarta Dónald, köttinn sem við áttum þegar ég var lítil. Hann var með hringað skott eins og hundur og afskaplega barnvænn köttur.
02 ágúst 2007
Krydd dagsins í strætó!
Á bakaleiðinni var keyrður rúntur í gegnum Mosfellsbæinn og fylltist vagninn svo af fólki að einhverjir þurftu að standa. Eins og við er að búast þar sem margt fólk er saman komið þá heyrist mikið skvaldur og hávaði. Nú er vagninn kominn að síðustu stoppistöðinni áður en hann leggur af stað í bæinn en þá bregður svo við að vagnstjórinn neglir niður, stendur upp, snýr sér að farþegunum og þrumar yfir liðið: ÉG VIL SJÁ HVERT SÆTI SETIÐ Í VAGNINUM!!!! ÞAÐ VERÐUR EKKI LAGT AF STAÐ FYRR EN ÖLL SÆTI ERU SETIN!! Það hefði mátt heyra saumnál detta svo mikil þögn varð í stappfullum vagninum. Sem snöggvast var ég fimm ára aftur og átti það greinilega við um fleiri, andrúmsloftið var eins og vagninn væri fullur af skömmustulegum börnum þrátt fyrir að farþegar væru á öllum aldri. Síðan stikaði gjammarinn aftur í vagninn: ÞARNA ER LAUST SÆTI...OG ÞARNA...OG ÞARNA. Hann þurfti ekki að segja fólki það tvisvar, menn stukku umsvifalaust í lausu sætin þegjandi og hljóðalaust. Á leiðinni í bílstjórasætið kom hann auga á tvo unglingspilta sem stóðu fremst í vagninum og benti um leið og hann þrumaði: ÞIÐ TVEIR....ÉG VIL SJÁ YKKUR Í MIÐJUM VAGNINUM!! Strákgreyin hröðuðu sér á "réttan" stað og nú var loks hægt að leggja af stað. Hjúkk hvað ég var fegin að hafa verið með sæti.
Já Strætó klikkar ekki ha ha ha!!
Ranimosk
31 júlí 2007
Eeiiinnn.....hættu að telja þetta er ÉG
26 júlí 2007
Kötturinn með ljáinn
Annars er það af henni að frétta að hún er búin að vera lyfjalaus í tvær vikur og hegðar sér enn eins og eðlilegur köttur, ég krosslegg fingur!
22 júlí 2007
Öskjuhlíð og Harðaflugan ógurlega
Annars varð mér hugsað til göngutúrs í Öskjuhlíðinni fyrir þó nokkuð mörgum árum með manni sem ég var að kynnast og pínlegu atviki því tengdu. Eftir göngutúrinn bauð ég honum í kaffi heima og sem við sitjum og spjöllum rek ég þá ekki augun í flugu á handleggnum á mér. Ég ætlaði að strjúka hana af mér þegar ég sá mér til skelfingar að þetta var Harðaflugan ógurlega á fleygiferð upp handlegginn á mér. Í miðju samtali stekk ég sem sagt á fætur æpandi og öskrandi, berjandi mig alla að utan og djöflast í hárinu á mér eins og geðsjúklingur. Stekk síðan gólandi inn á bað, ríf mig úr fötunum og undir sturtuna. Eftir dágóða stund kem ég fram heldur kindarleg á svipin og mér til undrunar situr maðurinn ennþá við borðið, að vísu með skelfingarsvip á andlitinu ha ha ha ha ha ha!!
18 júlí 2007
Ofvirkir ánamaðkar
Nú býð ég öllum ánamöðkum hverfisins í kaffiveislu og hendi korginum í óræktarbeðin í garðinum mínum. Sem meðlæti fá þeir fjallagrasaúrgang og tel ég nokkuð víst að næsta sumar þurfi ég ekki að vinna heldur geti framfleytt mér á sölu gæðaánamaðka plús það að ég verð komin með þessa fínu mold í beðin.
12 júlí 2007
Komin heim í Rónaholtið
08 júlí 2007
Hótel mamma og systur!
Það er verst hvað tíminn líður hratt og fimmtudagurinn næsti nálgast óðum. Hér er svo gott að vera og mig langar að heimsækja marga ásamt því að taka því rólega. Þyrfti mun lengri tíma til þess. Ætli ég verði bara ekki að reyna að koma aftur í haust. Við sjáum til.
03 júlí 2007
Skógurinn virkar vel
27 júní 2007
Pizzaveisla
25 júní 2007
Fluga á vegg
24 júní 2007
Má bjóða þér í pappamat?
Það sem stakk mig mest eru allar þessar umbúðir í löndum þar sem ríkir svokölluð velmegun. Spurning hvort sé heilsusamlegra fyrir líkamann, umbúðirnar eða innihaldið með öllum sínum E-efnum og öðrum aukaefnum.
Limra
Ja frændi, hvur andskotinn.
Fljótur hér, framundan þér.
Þeir fljúga með rófuna á undan sér.
Ég er afskaplega hrifin af limrum og má líklega rekja það til Þorsteins Valdimarssonar og limrunnar hér að ofan. Ég var ekki gömul þegar ég lærði hana og finnst hún alltaf jafnskemmtileg. Hann myndskreytti limrurnar sínar og með þessari var mynd af strák sem góndi upp í himininn á svani sem flugu yfir. Bókin hans Limrur er svo sannarlega skemmtileg lesning bæði fyrir börn og fullorðna.