27 nóvember 2007

Sófagestir

Það kemur sjálfsagt fáum á óvart að ég er komin í netfélagasskap nokkurn sem heitir Couchsurfing eða sófagestir sem mér finnst lýsa þessu fyrirbæri nokkuð vel. Ég fékk minn fyrsta sófagest um síðustu helgi en það var hún Katharina sem býr í Berlín. Alveg frábær sófagestur og mjög notalegt að hafa hana í heimsókn. Í kvöld ætla Outi og Emmi frá Finnlandi að kíkja til mín í mat, þær eru sófagestir annars staðar en við hittumst á kaffihúsi um daginn. Ég á svo von á 37 ára franskri listakonu um næstu helgi. Hún er á leiðinni norður til Akureyrar að vera viðstödd brúðkaup bestu vinkonu sinnar og að halda sýningu skilst mér en langar að stoppa aðeins í Reykjavík og kíkja á mannlífið og listalífið hér. Ég á alveg pottþétt eftir að nýta mér það einhvern daginn að vera sófagestur einhverra í Berlín, París, Prag, Varsjá o.s.frv.

Engin ummæli: