Ja hérna það er bara allt að gerast hjá mér. Ég fékk tilboð áðan frá henni Adrijenne sem ég var að aðstoða aðeins í vor. Hún er að sækja um styrk frá Rannís fyrir rannsóknina sína um útrás Íslendinga og var að spyrja mig hvort ég vildi verða aðstoðarmaður hennar ef hún fær styrkinn. Þetta yrði ekkert svo mikið, bara 50 klukkutímar en maður minn hvort ég vil!! Frábært tækifæri fyrir mig því hún er að vinna við mannfræðideildina í Árósum og heldur utan um allt doktorsnámið í Danmörku. Fyrir utan að vera frábær kona sem ég kann mjög vel við, já og svo þekkir hún Robert í Finnlandi, var með honum í íslensku fyrir útlendinga í HÍ 1994 minnir mig. Nú krosslegg ég bara fingur að hún fái styrkinn. Já og svo er best að auglýsa fyrir hana því hún er væntanleg sem gestakennari við HÍ í nóvember og vantar litla íbúð fyrir sig og manninn sinn. Ef einhver er tilbúinn að leigja þeim íbúð frá 5. nóv. til 5. des. eða að skipta á íbúð við þau í Árósum þennan mánuð þá hafið endilega samband við mig. Líka ef þið vitið um einhvern sem hefði áhuga á því. Aldeilis fínt tækifæri fyrir þá sem eiga ættingja í Árósum (fullt af þeim í fjölskyldunni) að taka mánaðarfrí í Danmörku.
25 september 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Hjólin greinilega farin að snúast rétta hringi, alveg frábært.
Skrifa ummæli