Ég get sko ekki kvartað yfir þjónustunni hjá henni Kolbrúnu grasalækni. Hún vitjar manns líka í draumi!! Síðasta vika var ansi strembin hjá mér. Byrjaði á því síðustu helgi að þrífa og stjórnast bæði laugardag og sunnudag enda búin að koma mér í stjórn AA hússins míns og held utan um peningamálin þar. Við vorum að taka húsið í gegn, þrífa og mála og ég var auðvitað mætt 9 bæði laugardag og sunnudag og var á fullu báða dagana. Síðan tók við alla vikuna að fara yfir ein 35 viðtöl nemenda minna sem er afskaplega seinlegt verk enda sum þeirra allt upp í 50 bls. ásamt náttúrulega íslenskukennslunni. Heldur var farið að draga af mér þegar leið á vikuna og á endanum fékk ég Kolbrúnu grasalækni í heimsókn eina nóttina, greinilega að minna mig á að ganga ekki fram af mér. Sem betur þarf ég ekki að fara yfir nein nemendaverkefni þessa vikuna. Verð þó með kynningu á rannsókninni minni á fimmtudagskvöldið og þarf að undirbúa hana en það verður nú ekkert erfitt.
21 október 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli