Ég fór á frábæra tónleika með Steini vini mínum í kvöld. Við vorum sko búin að tryggja okkur miða á Tullinn fyrir löngu síðan og þeir klikkuðu ekki. Ian gamli skoppaði um sviðið með þverflautuna eins og unglingur en ekki sextugur gamlingi og sagði sögur á milli laga. Það vantar ekki húmorinn í karlinn né hina, þeir geisluðu allir af húmor og spilagleði enda var mikil stemming í troðfullum salnum alveg frá því þeir birtust á sviðinu. Ég er sko ekkert feimin við að klappa og góla á frábærum tónleikum. Ég læt fylgja með 16 ára gamalt sýnishorn af tónleikum hjá þeim svo þið fáið smá nasaþef af því hvernig þeir eru á sviði og heyrið stemminguna hjá áhorfendum. Þeir hafa pottþétt ekkert misst dampinn síðan þá. Já og Steinn: takk fyrir frábært kvöld, ég lofa að missa mig ekki í nammið þitt á næstu tónleikum sem við förum á ;-)
16 september 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Takk sömuleiðis!
Meiriháttar frábært og gaman!
Höfum marga nammipoka með næst,
ekki veitir af og gaman að því :-)
hæ, sá á eftir þér inn í bíl með yfirkennaranum á Hverfisgötu... vona að það hafi verið gaman.
Hlakka alltaf til að sjá þig.
ak
Skrifa ummæli