21 desember 2007

Hjúúúkkkk!!!!!!!

Þá er þessi törn á enda. Ég veit nú orðið varla hvað ég heiti en til allrar hamingju þá er ég búin með öll jólainnkaup og get því bara dúllað mér hér heima um helgina. Mér til mikillar ánægju þá er HÍ bara grand á því og gaf okkur jólagjöf, eðalkonfekt frá Belgíu. Nei ég kíkti ekki í pakkann! Kassinn er bara með slaufu utan um svo ég komst ekki hjá því að lesa utan á hann. Mér dettur náttúrlega ekki í hug að opna hann fyrr en á aðfangadagskvöld.

Ég er með einn sófagest fram á sunnudag, það er hann Harry frá Ástralíu sem verður 19 ára í byrjun janúar. Alveg einstaklega kurteis og ljúfur strákur sem er gaman að hafa í heimsókn. Hann fór á kaffi París í kvöld að hitta eitthvað fólk og er víst búinn að mæla sér mót við Val og Daníel á Gauknum seinna í kvöld á einhverja hiphop tónleika. Ég á nú eftir að sjá hann vakna sjö fyrramálið til að þrælast Gullna hringinn í rútu ha ha ha.




1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sendi þér og þínu fólki óskir um gleðileg jól Guðlaug mín. Takk fyrir árið sem er að líða.
Rannveig Árna