Bakið á mér gaf sig endanlega í dag. Ég skreiðist á fjórum fótum ja eða höndum og fótum eiginlega, en næ að rísa á fætur af og til. Er stokkbólgin og dofin í mjóbakinu og langt niður á rasskinnar. Búin að maka á mig voltaren kremi og hakka í mig íbúfen fyrir svefninn. Ekki mjög heppilegur tími að lenda í þessu en hvenær er svo sem heppilegur tími? Er í prófyfirsetu í HÍ næstu tvær vikurnar og var að fá 32 möppur frá nemendum mínum þar, sem þýðir að ég þarf að sitja næstu vikurnar við að lesa. Er svo að klára íslenskukennsluna í Plastprent og útskrifa þar á fimmtudaginn. Mon Dieu!!!
10 desember 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli