Musso musso! Þetta er halló á japönsku, mér finnst það svo fyndið. Var að horfa á japanska mynd og hélt fyrst að þeir væru að fíflast þegar þeir svöruðu í svona í gemsana sína ha ha ha.
Síðustu vikur hefur einhver dularfull veiki verið að hrjá okkur Daníel. Ég er búin að vera svona frá því um miðjan júlí og er orðin frekar þreytt á þessu. Grunur leikur á að þetta geti verið einkyrningasótt því mörg einkennanna benda til þess. Bara svo þið vitið það þá smitast hún ekki eingöngu með kossum enda höfum við Daníel pottþétt ekki verið í neinu kossaflensi a.m.k. ekki við hvort annað. Annars á hann að fara í blóðprufu á morgun og fær niðurstöðu á fimmtudag svo ég bíð og sé til hver niðurstaðan verður. Ég er samt allavega laus við kvefið sem ég fékk um daginn en DAMN hvað ég er búin að fá nóg af þessu pestarveseni. Já og svo er ég víst járnlaus og á að dæla í mig járni þar til ég segi bojojojong.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli