Þvílíkir dásemdardagar og hvít jól að auki. Kertaljós, konfekt og ljúf tónlist. Þetta gerist ekki betra. Ég fékk svo ansi góðar jólagjafir og hef verið að njóta þeirra í gær og í dag. Í gærkvöldi var Johnny Cash kvöld hjá mér sem endaði á því að ég horfði á Walk the Line sem er ein af mínum uppáhaldsmyndum. Í dag var ég að hlusta á Mugison og Hjálma sem ég hafði pantað í jólagjöf frá sonum mínum. Ég ætla að geyma mér að njóta jólagjafarinnar frá systrum mínum sem er borvél með öllum græjum. Hún verður samt tekin í gagnið mjög fljótlega því hér hafa beðið myndir mánuðum saman eftir því að komast upp á vegg. Svo get ég líka notað hana til að skrúfa með, algjört þarfaþing. Á morgun byrjar svo vinnan aftur, ég á nú eftir að sjá hvernig mér gengur að vakna í fyrramálið þar sem svefntími hér á bæ er stilltur á jólasvefn. Ég er allavega vel úthvíld.
26 desember 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Veistu það Guðlaug að þegar maður er svona rosalega úthvíldur þá tekur það tíma að komast aftur í vinnugírinn - það þarf sterk bein til að þola góða daga.
kveðja
Rannveig Árna
Já Rannveig mín ég er nú búin að komast að því. Er á öðrum vinnudegi og hef ekki náð að byrja fyrr en um hádegi. Þar að auki er heilinn í miklum hægagangi við að þrælast í gegnum lokaverkefni nemenda minna. Hvort þau græða á því í einkunn er samt vafamál.
Skrifa ummæli