Þetta er búin að vera mjög stíf vika hjá mér og ég hef fundið orkuna hreinlega leka út. Þegar ég var búin að kenna um hádegið í dag var ekki um annað að ræða fyrir mig en að druslast heim og upp í rúm að sofa. Hef varla orku til að fara fram að borða. Þetta þýðir að þessa helgi mun ég ekki lyfta litla fingri né litlu tá ef ég á að geta tekist á við næstu viku. Mér tekst alltaf að fara fram úr sjálfri mér! Annars er ég að klára námskeiðið á Grund í næstu viku svo það fer aðeins að hægjast um.
09 nóvember 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Elsku Guðlaug!
Eins gott að Grund sé bráðum að klárast. Þú verður að reyna passa betur upp á sjálfa þig! Maður verður að passa upp á sjálfan sig, það gerir það (oftast!) enginn annar...
Hvernig gengur nú með kettina þrjá?
Knús,
Ingileif.
Sæl gæskan. Ég fékk tæknilega aðstoð við að setja tengingu af Lötu Grétu yfir á síðuna þína. Gaman að hitta þig hér í netheimum Guðlaug og bestu kveðjur til þín.
Skrifa ummæli